Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 ætlum við að hafa kynningu á ferðum sumarsins. Hún verður haldin í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík og hefst kl 20:00 og síðan verður opið hús til kl 22:00 Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.
Við ætlum að fara yfir ferðir sumarsins í máli og myndum. Dagskráin verður gefin út og fólk getur merkt við á dagatali sínu. Heitt á könnunni, bakkelsi að maula með. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.