Fyrsta þriðjudagsferðin verður næstkomandi þriðjudag og samkvæmt hefð endar hún í Klúbbhúsinu okkar í Vesturbæ. Þar verður boðið upp á kaffi og kökur. Við hittumst við Landsbankann í Mjódd og leggjum af stað þaðan kl 19:30. Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma. Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.