Um miðjan mars var ég full af samúð. Til Grindvíkinga, sem hristust með reglulegu millibili. Hlutir féllu úr hillum og fólki varð ekki svefnsamt. Ég, búandi í Reykjavík hristist líka og þótti mér stundum nóg um. Því skipulagði ég hjólaleið um Þingholtið. Nornareið, sem myndi vekja drekann á holtinu svo hann gæti barist við óvættinn á Reykjanesi. Þetta svínvirkaði, um það leiti sem hjólaleiðin rann úr prentaranum, hætti skjálftavirknin og eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall.