Dagsferð Fjallahjólaklúbbsins 20. nóvember 2021. Hellisskógur er leynd perla hinu megin við brúna á Selfoss. Þangað hjóluðum við, kíktum á hellinn sem er í miðjum skóginum, aftur til baka og skoðuðum einstaklega vel heppnaðan miðbæ Selfoss. Fengum okkur að borða, skruppum í sund og svo var haldið heim á leið.