Þessi pistill er um ferðamennsku að vetrarlagi. Eða þegar allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis.
Við ákváðum að skella okkur í bústað í Úthlíð eina fallega helgi í janúar. Þar eð bústaðurinn var pantaður í október, var engin leið að vita hvort við gætum eitthvað hjólað þessa helgi. En þá má fara í stuttar gönguferðir og dóla sér í heita pottinum. Elda saman, spila á spil, syngja og spila á gítar. Vegir eru alltaf ruddir og því hægt að skipuleggja hringleið við hæfi. Eða...