Góð hjólastæði fyrir gesti, gott aðgengi fyrir starfsmenn, viðgerðaraðstaða, samgöngusamningar og stefnumótun eru á meðal þess sem gefur stig í Hjólavottun vinnustaða; vottun sem varð til upp úr samfélagsverkefninu Hjólum.is þar sem grasrót, stofnanir og fyrirtæki fóru samhent í aðgerðir til að efla hjólreiðamenningu á Íslandi árið 2015.