Nú eru Vestfirðirnir komnir í tísku. Lonely Planet var að velja þá sem einn af girnilegustu áfangastöðum í heimi, árið 2022. Árið 2020 varð til svokölluð Vestfjarðaleið í kjölfar þess að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Þetta er skilgreind ferðamannaleið sem ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur unnið að með Vestfjarðastofu í fararbroddi. Það er ekki síst hjólreiðaferðamennskan sem er í sviðsljósinu.